Sainz sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld þar sem hann greindi frá þessu, en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton væri væntanlegur til liðsins fyrir tímabilið 2025.
Spánverjinn hefur verið hjá Ferrari síðan 2021 og hefur hann unnið tvær keppnir með liðinu.
„Eftir fréttir dagsins mun ég yfirgefa Scuderia Ferrari í lok tímabilsins 2024,“ segir í tilkynningu Sainz.
„Við eigum enn langt tímabil framundan og eins og alltaf mun ég leggja mig allan fram fyrir aðdáendur okkar um allan heim.“
„Frétta af minni framtíð er að vænta á næstunni.“
Carlos Sainz has released a statement about his future 🏎️
— BBC Sport (@BBCSport) February 1, 2024
It follows the news that Lewis Hamilton will be joining Ferrari in 2025...#BBCF1 pic.twitter.com/ni8Wu5hHKL