Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 07:00 Margir stjórnendur telja sig eflaust jákvæða en til þess að ná að beita því sem kallast jákvæð forysta, þarf fjögur lykilatriði til. Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun útskýrir fyrir okkur hver þessi atriði eru og hvers vegna jákvæð forysta skilar meiri árangri. Vísir/Vilhelm „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. Að tala á jákvæðum nótum er hluti af því sem hugtakið jákvæð forysta felur í sér, en um hana ætlum við að læra nánar í dag. „Rannsóknir hafa sýnt að við verjum allt að 20% meiri tíma í að hugsa um jákvæðar fullyrðingar en neikvæðar og allt að 50% meiri tíma í jákvæðar en hlutlausar fullyrðingar,” segir Ingrid. Fjögur lykilatriði Ingrid, sem sjálf er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, hefur meðal annars rýnt í kenningar Kim Cameron um jákvæða forystu. Um hana fjallar Cameron í bók sinni Positive Leadership: Strategies for Extraordinary Performance. Sjálfur er Cameron prófessor við háskólann í Michigan í Bandaríkjunum og stofnandi Center for Positivie Organizations. „Samkvæmt kenningum Camerons er grunnhugmynd jákvæðrar forystu sú að allar lífverur laðist að jákvæðri orku, rétt eins og plöntur sem leita í átt að ljósi, og forðist myrkur,“ segir Ingrid. Í umræddri bók segir Cameron fjögur lykilatriði þurfa til svo hægt sé að tala um jákvæða forystu. Þessi atriði eru: 1.Jákvætt vinnuumhverfi en það felur meðal annars í sér að veita starfsmönnum stuðning og hvatningu, koma fram við þá af heilindum og meta þá að verðleikum. Jákvætt vinnuumhverfi gerir starfsmönnum kleift að fara fram úr væntingum og ná framúrskarandi árangri. Með því að einblína á styrkleika og hæfileika þeirra, veita þeim umboð til athafna og bjóða upp á þjálfun og leiðsögn fá starfsmenn tækifæri til að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. 2.Jákvæð tengsl: Jákvæðir leiðtogar beita virkri hlustun, hafa opin samskipti, sýna einlægan áhuga á starfsmönnum og er umhugað um velferð þeirra. Þeir leggja ríka áherslu á að byggja upp traust og sterk tengsl við starfsmenn. Rannsóknir Camerons hafa sýnt að jákvæð tengsl leiða til aukinnar starfsánægju, meiri hollustu starfsmanna og aukins árangurs. 3.Jákvæð samskipti eru opin, gagnsæ og uppbyggileg. Jákvæðir leiðtogar fagna árangri, veita skýra og uppbyggilega endurgjöf og stuðla að opinni umræðu til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið. Cameron bendir á að þó að jákvæð samskipti séu mikilvæg þurfi leiðtogar einnig að vera færir um að hjálpa starfsmönnum við að takast á við áskoranir með því að einblína á lausnir og tækifæri til vaxtar. 4.Jákvæður tilgangur: Jákvæðir leiðtogar móta skýra og sannfærandi sýn og hjálpa starfsmönnum að átta sig á því hvernig starf þeirra tengist stærri tilgangi. Cameron hefur sýnt fram á að þegar fólk finnur jákvæðan tilgang í því sem það er að gera eykur það líkurnar á að það blómstri í starfi auk þess sem það upplifir minna álag. Veikindadagar eru færri hjá starfsmönnum sem upplifa starfið mikilvægt, þeir sýna meiri áhuga, eru ánægðari og endast lengur í starfi. Þeir hafa auk þess meiri siðferðisvitund. Vellíðan eykur árangur Margar rannsóknir hafa sýnt að jákvæðni eykur lífslíkur. „Eitt slíkt dæmi er rannsókn David Snowden og samstarfsfólks hans á dagbókum 180 nunna í Systraskóla Notre Dame. Niðurstöðurnar bentu til þess að þær nunnu sem notuðu jákvæð orð um líðan sína á þrítugsaldri lifðu að meðaltali um tólf ár lengur en þær sem tjáðu sig um leiða, vonleysi eða svartsýni,” segir Ingrid. Að líða vel eykur líka líkurnar á að okkur gangi betur og að við séum fær um að ná betri árangri en ella. Þar spilar jákvæðnin lykilhlutverk og nefnir Ingrid sem dæmi kenningu Barböru Fredrickson sem segir að neikvæðar tilfinningar geti þrengt fókus okkar og einbeitingu, öfugt við þau áhrif sem jákvæðar tilfinningar hafa. Að upplifa jákvæðar tilfinningar, svo sem hamingju og vellíðan, eykur ekki aðeins færni okkar til að tengjast öðrum á dýpri hátt heldur stuðla jákvæðar tilfinningar einnig að aukinni hugmyndaauðgi og sköpunarkrafti. Auk þess gera þær okkur úrræðabetri og auka þol okkar gagnvart mótlæti.“ Þá nefnir hún að mikilvægi þess að leiðtogar sýni gott fordæmi. „Með því að sýna starfsmönnum að hann meti þá og styðji eykst hollusta þeirra auk þess sem frammistaðan verður betri. Leiðtogi sem tekst á við erfiðleika og áskoranir með jákvæðni og seiglu sýnir starfsmönnum hvernig er hægt að takast á við mótlæti,“ segir Ingrid og bætir við: „Leiðtogi sem leggur áherslu á sjálfsþekkingu og persónulegan vöxt og passar vel upp á sjálfan sig sýnir starfsmönnum mikilvægi þessara þátta.“ Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Að tala á jákvæðum nótum er hluti af því sem hugtakið jákvæð forysta felur í sér, en um hana ætlum við að læra nánar í dag. „Rannsóknir hafa sýnt að við verjum allt að 20% meiri tíma í að hugsa um jákvæðar fullyrðingar en neikvæðar og allt að 50% meiri tíma í jákvæðar en hlutlausar fullyrðingar,” segir Ingrid. Fjögur lykilatriði Ingrid, sem sjálf er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, hefur meðal annars rýnt í kenningar Kim Cameron um jákvæða forystu. Um hana fjallar Cameron í bók sinni Positive Leadership: Strategies for Extraordinary Performance. Sjálfur er Cameron prófessor við háskólann í Michigan í Bandaríkjunum og stofnandi Center for Positivie Organizations. „Samkvæmt kenningum Camerons er grunnhugmynd jákvæðrar forystu sú að allar lífverur laðist að jákvæðri orku, rétt eins og plöntur sem leita í átt að ljósi, og forðist myrkur,“ segir Ingrid. Í umræddri bók segir Cameron fjögur lykilatriði þurfa til svo hægt sé að tala um jákvæða forystu. Þessi atriði eru: 1.Jákvætt vinnuumhverfi en það felur meðal annars í sér að veita starfsmönnum stuðning og hvatningu, koma fram við þá af heilindum og meta þá að verðleikum. Jákvætt vinnuumhverfi gerir starfsmönnum kleift að fara fram úr væntingum og ná framúrskarandi árangri. Með því að einblína á styrkleika og hæfileika þeirra, veita þeim umboð til athafna og bjóða upp á þjálfun og leiðsögn fá starfsmenn tækifæri til að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. 2.Jákvæð tengsl: Jákvæðir leiðtogar beita virkri hlustun, hafa opin samskipti, sýna einlægan áhuga á starfsmönnum og er umhugað um velferð þeirra. Þeir leggja ríka áherslu á að byggja upp traust og sterk tengsl við starfsmenn. Rannsóknir Camerons hafa sýnt að jákvæð tengsl leiða til aukinnar starfsánægju, meiri hollustu starfsmanna og aukins árangurs. 3.Jákvæð samskipti eru opin, gagnsæ og uppbyggileg. Jákvæðir leiðtogar fagna árangri, veita skýra og uppbyggilega endurgjöf og stuðla að opinni umræðu til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið. Cameron bendir á að þó að jákvæð samskipti séu mikilvæg þurfi leiðtogar einnig að vera færir um að hjálpa starfsmönnum við að takast á við áskoranir með því að einblína á lausnir og tækifæri til vaxtar. 4.Jákvæður tilgangur: Jákvæðir leiðtogar móta skýra og sannfærandi sýn og hjálpa starfsmönnum að átta sig á því hvernig starf þeirra tengist stærri tilgangi. Cameron hefur sýnt fram á að þegar fólk finnur jákvæðan tilgang í því sem það er að gera eykur það líkurnar á að það blómstri í starfi auk þess sem það upplifir minna álag. Veikindadagar eru færri hjá starfsmönnum sem upplifa starfið mikilvægt, þeir sýna meiri áhuga, eru ánægðari og endast lengur í starfi. Þeir hafa auk þess meiri siðferðisvitund. Vellíðan eykur árangur Margar rannsóknir hafa sýnt að jákvæðni eykur lífslíkur. „Eitt slíkt dæmi er rannsókn David Snowden og samstarfsfólks hans á dagbókum 180 nunna í Systraskóla Notre Dame. Niðurstöðurnar bentu til þess að þær nunnu sem notuðu jákvæð orð um líðan sína á þrítugsaldri lifðu að meðaltali um tólf ár lengur en þær sem tjáðu sig um leiða, vonleysi eða svartsýni,” segir Ingrid. Að líða vel eykur líka líkurnar á að okkur gangi betur og að við séum fær um að ná betri árangri en ella. Þar spilar jákvæðnin lykilhlutverk og nefnir Ingrid sem dæmi kenningu Barböru Fredrickson sem segir að neikvæðar tilfinningar geti þrengt fókus okkar og einbeitingu, öfugt við þau áhrif sem jákvæðar tilfinningar hafa. Að upplifa jákvæðar tilfinningar, svo sem hamingju og vellíðan, eykur ekki aðeins færni okkar til að tengjast öðrum á dýpri hátt heldur stuðla jákvæðar tilfinningar einnig að aukinni hugmyndaauðgi og sköpunarkrafti. Auk þess gera þær okkur úrræðabetri og auka þol okkar gagnvart mótlæti.“ Þá nefnir hún að mikilvægi þess að leiðtogar sýni gott fordæmi. „Með því að sýna starfsmönnum að hann meti þá og styðji eykst hollusta þeirra auk þess sem frammistaðan verður betri. Leiðtogi sem tekst á við erfiðleika og áskoranir með jákvæðni og seiglu sýnir starfsmönnum hvernig er hægt að takast á við mótlæti,“ segir Ingrid og bætir við: „Leiðtogi sem leggur áherslu á sjálfsþekkingu og persónulegan vöxt og passar vel upp á sjálfan sig sýnir starfsmönnum mikilvægi þessara þátta.“
Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02