Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 13:39 Í húsinu er að finna sérstakt herbergi tileinkað Arsenal. Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal. Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal.
Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira