Albert og félagar sóttu aðeins eitt stig til Empoli Siggeir Ævarsson skrifar 3. febrúar 2024 15:55 Albert Gudmundsson of Genoa CFC kicks the ball during the STADIO LUIGI FERRARIS, GENOA, ITALY - 2024/01/13: Albert Gudmundsson of Genoa CFC kicks the ball during the Serie A football match between Genoa CFC and Torino FC. The match ended 0-0 tie. (Photo by Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images) Albert Guðmundsson og félagar hans í ítalska úrvalsdeildarliðinu Genoa sóttu Empoli heim í dag en fyrir leikinn hafði Genoa unnið tvo leiki í röð. Empoli þurfti mjög nauðsynlega á sigri að halda en liðið var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar. Það varð engin breyting á stöðu liðsins í dag þar sem leiknum lauk með 0-0 jafntefli og mátti markahrókurinn Albert sætta sig við að komast ekki á blað en hann er búinn að skora níu mörk í deildinni og er með markahærri mönnum. Albert var raunar aldrei líklegur til að skora í dag, náði engu skoti á markið en alls áttu leikmenn Genoa tíu marktækifæri í leiknum og aðeins tvö þeirra rötuðu á rammann. Genoa siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild, í 11. sæti með 29 stig en Empoli er áfram í 19. sæti og er ansi þéttur pakki frá 15. - 19. sætis, þar sem liðin eru öll með 18 eða 19 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Albert Guðmundsson og félagar hans í ítalska úrvalsdeildarliðinu Genoa sóttu Empoli heim í dag en fyrir leikinn hafði Genoa unnið tvo leiki í röð. Empoli þurfti mjög nauðsynlega á sigri að halda en liðið var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar. Það varð engin breyting á stöðu liðsins í dag þar sem leiknum lauk með 0-0 jafntefli og mátti markahrókurinn Albert sætta sig við að komast ekki á blað en hann er búinn að skora níu mörk í deildinni og er með markahærri mönnum. Albert var raunar aldrei líklegur til að skora í dag, náði engu skoti á markið en alls áttu leikmenn Genoa tíu marktækifæri í leiknum og aðeins tvö þeirra rötuðu á rammann. Genoa siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild, í 11. sæti með 29 stig en Empoli er áfram í 19. sæti og er ansi þéttur pakki frá 15. - 19. sætis, þar sem liðin eru öll með 18 eða 19 stig.