„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:36 Arnar var líflegur á hliðarlínunni í dag sem endranær. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni. „Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
„Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira