Tónlist

Lauf­ey spilaði á selló með Billy Joel

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laufey Lín spilaði með Billy Joel á Grammy hátíðinni í gær.
Laufey Lín spilaði með Billy Joel á Grammy hátíðinni í gær. Kevin Winter/Getty Images for The Recording Academy

Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 

Á Instagram síðu sinni skrifaði hún: 

„Spila á selló með Billy Joel í kvöld. Besta leiðin til þess að enda þennan töfrandi dag.“ 

Í byrjun febrúar sendi Joel frá sér lagið Turn The Lights Back On sem hann flutti á Grammys og er það fyrsta lagið frá honum í sautján ár. Flutningurinn þótti jafnframt sögulegur fyrir þær sakir að hann hefur ekki komið fram á Grammy verðlaunahátíðinni og flutt tónlist sína í þrjátíu ár. 

Laufey ræddi við bandaríska fjölmiðilinn ET Online og sagði að það væri algjörlega einstakt að fá að spila á sviðinu með Billy Joel. Þá fékk hún að leita í ræturnar sínar fyrir flutninginn. 

„Ég er að spila á selló þannig að ég fæ svo­lítið að setja söng­inn til hliðar og flytja það sem ég æfði þegar ég var að al­ast upp, sem er svo ein­stakt,“ sagði Lauf­ey sem er mikill aðdáandi Joel. 


Tengdar fréttir

Risa­stór sigur fyrir ís­lenskt menningar­líf

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun

Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði

Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×