Mun færri nýjar íbúðir en þörf er á Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 10:53 HMS segir of fáar íbúðir hafa verið byggðar og útlit sé fyrir að þeim muni fækka enn frekar á næstu árum. Vísir/Vilhelm Nýjum íbúðum fjölgaði um 3.079 á síðasta ári en það er langt frá því að uppfylla íbúðaþörf á landinu. Íbúðum hefði þurft að fjölga um að minnsta kosti fjögur þúsund til að uppfylla þá þörf sem er fyrir hendi og bendir samdráttur í húsnæðisuppbyggingu til þess að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum. Þetta kemur fram grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands, sem birt var í dag en þar segir einnig að íbúðir sem búist er við að klárist á þessu ári muni ekki heldur svala íbúðaþörfinni á árinu. Greinin byggir á niðurstöðum úr nýlegri skoðun HMS á íbúðum í byggingu á Íslandi. Í greininni segir að samkvæmt miðspá íbúðaþarfagreiningar sem birt var í október þurfi tæplega tuttugu þúsund nýjar íbúðir á næstu fimm árum og það jafngildi tæplega fjögur þúsund íbúðum á ári hverju. HMS segir að í byrjun síðasta árs hafi verið uppi vísbendingar um að íbúðabygging væri að dragast saman og að könnun Samtaka iðnaðarins hafi sýnt 65 prósenta samdrátt í áformum um uppbyggingu nýrra íbúða. Íbúðatalning HMS síðasta september sýnir fram á svipaðan samdrátt. Samkvæmt henni var umfang nýrra íbúðarframkvæmda sjötíu prósentum minna en á sama tíma árið 2022. Þá bendir ný könnun SI til fimmtán prósenta samdráttar til viðbótar á þessu ári. Það samsvarar 75 prósenta samdrætti í íbúðauppbyggingu frá árinu 2022, samkvæmt HMS Bendir það til að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði á næstu árum. Það muni ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands, sem birt var í dag en þar segir einnig að íbúðir sem búist er við að klárist á þessu ári muni ekki heldur svala íbúðaþörfinni á árinu. Greinin byggir á niðurstöðum úr nýlegri skoðun HMS á íbúðum í byggingu á Íslandi. Í greininni segir að samkvæmt miðspá íbúðaþarfagreiningar sem birt var í október þurfi tæplega tuttugu þúsund nýjar íbúðir á næstu fimm árum og það jafngildi tæplega fjögur þúsund íbúðum á ári hverju. HMS segir að í byrjun síðasta árs hafi verið uppi vísbendingar um að íbúðabygging væri að dragast saman og að könnun Samtaka iðnaðarins hafi sýnt 65 prósenta samdrátt í áformum um uppbyggingu nýrra íbúða. Íbúðatalning HMS síðasta september sýnir fram á svipaðan samdrátt. Samkvæmt henni var umfang nýrra íbúðarframkvæmda sjötíu prósentum minna en á sama tíma árið 2022. Þá bendir ný könnun SI til fimmtán prósenta samdráttar til viðbótar á þessu ári. Það samsvarar 75 prósenta samdrætti í íbúðauppbyggingu frá árinu 2022, samkvæmt HMS Bendir það til að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði á næstu árum. Það muni ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira