Körfubolti

Ís­lendingar vöktu at­hygli í Boston og af­neituðu LeBron James

Sindri Sverrisson skrifar
Íslendingarnir skiptu snarlega um skoðun varðandi LeBron James.
Íslendingarnir skiptu snarlega um skoðun varðandi LeBron James.

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli.

Íslendingarnir voru í Boston síðastliðinn fimmtudag og sáu heimamenn tapa fyrir Los Angeles Lakers 114-105.

Þeir voru sérstaklega mættir til að fylgjast með LeBron James en svo kom í ljós að bæði James og Anthony Davis misstu af leiknum vegna meiðsla. Þetta voru Íslendingarnir síður en svo sáttir með en þeir höfðu útbúið skilti til að sýna að þeir hefðu ferðast 84.000 kílómetra til að sjá LeBron James, líkt og þeir gerðu í Detroit árið 2019.

Eftir að í ljós kom að James yrði ekki með voru Íslendingarnir hins vegar komnir í treyjur sem á stóð „LeBron sucks“.

„Það eru það miklar tilfinningar í þessu að þeir skiptu um lið,“ grínaðist Tómas Steindórsson í Lögmálum leiksins en þáttur kvöldsins hefst klukkan 20 á Stöð 2 Sport 2. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins - Íslendingar sneru baki við LeBron James



Fleiri fréttir

Sjá meira


×