Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2024 22:34 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnar. Sigurjón Ólason Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Hafrannsóknastofnun hefur ekkert skip aflögu til að senda í loðnuleitina og þarf að treysta á útgerðina. Vísindamennirnir koma þó frá Hafrannsóknastofnun, þeirra á meðal leiðangursstjórinn; fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson. „Við ætluðum að fara með Árna Friðriksson í þetta verkefni en hann var í skoðun í slipp núna um daginn og það kom í ljós bilun. Þannig að hann getur ekki tekið þátt í verkefninu.“ Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, lengst til hægri, taka hvorugt þátt í loðnuleitinni. Hér eru þau við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson -Og heldur ekki Bjarni Sæmundsson? „Nei, Bjarni verður í öðru verkefni. Hann verður við umhverfismælingar,“ svarar Birkir en tekur fram að áhöfn Bjarna muni þó senda þær upplýsingar sem gætu gagnast. Útgerðin leggur til grænlenska skipið Polar Ammassak, Ásgrím Halldórsson frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði og Heimaey frá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja, hleypur í skarðið fyrir Árna Friðriksson.Vilhelm Gunnarsson „Útgerðin borgar tvö af þessum skipum og Hafrannsóknastofnun eitt. Og það verður bara að segjast að útgerðin hefur brugðist mjög vel við í samstarfinu um þetta. Þeir tóku virkan þátt í síðustu mælingu núna í janúar og mættu svo með tvö skip núna og stukku til og græjuðu Heimaey þegar Árni brást. Þannig að það er að koma sér mjög vel fyrir verkefnið,“ segir Birkir. Vonin núna liggur í því að finna loðnu sem talin er hafa leynst undir hafísnum undan Vestfjörðum í janúarmælingunni. Loðnuvinnslur eru núna starfræktar á níu stöðum á landinu. Marglituðu línurnar tákna ferla skipanna í síðustu loðnuleit í janúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við munum fara og taka svæðið út af Vestfjörðum, fyrir Norðurlandi og út af norðanverðum Vestfjörðum.“ Og það þarf ekki mikið að finnast til að hægt verði að veita ráðgjöf um að leyfa veiðar. „Þegar við náðum utan um stofninn síðast, sem var síðasta haust, þá vorum við mjög nálægt því. Þannig að það er alveg ágæt von um að það náist. En við þurfum alltaf bara að spyrja að leikslokum. Það er ómögulegt að segja núna hvað muni gerast í þessari mælingu núna,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er eitt þeirra byggðarlaga sem mikið eiga undir loðnuveiðum. Hér sést Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Það þykir þó borin von að búast við viðlíka loðnuævintýri eins og síðustu tvær loðnuvertíðar voru, með sextíu milljarða og fimmtíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Verði veiðar á annað borð heimilar þarf þó ekki mikið magn til að flotinn gæti á skömmum tíma skilað tuttugu milljarða króna verðmæti. Það er því mikið í húfi. Búist er við að niðurstöður loðnuleitarinnar liggi fyrir um miðjan febrúar. Þá verður væntanlega ljóst hvort það verður loðnuvertíð eða loðnubrestur í vetur. Framundan er langverðmætasti veiðitíminn, glugginn fram í miðjan mars. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Múlaþing Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11 Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Hafrannsóknastofnun hefur ekkert skip aflögu til að senda í loðnuleitina og þarf að treysta á útgerðina. Vísindamennirnir koma þó frá Hafrannsóknastofnun, þeirra á meðal leiðangursstjórinn; fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson. „Við ætluðum að fara með Árna Friðriksson í þetta verkefni en hann var í skoðun í slipp núna um daginn og það kom í ljós bilun. Þannig að hann getur ekki tekið þátt í verkefninu.“ Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, lengst til hægri, taka hvorugt þátt í loðnuleitinni. Hér eru þau við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson -Og heldur ekki Bjarni Sæmundsson? „Nei, Bjarni verður í öðru verkefni. Hann verður við umhverfismælingar,“ svarar Birkir en tekur fram að áhöfn Bjarna muni þó senda þær upplýsingar sem gætu gagnast. Útgerðin leggur til grænlenska skipið Polar Ammassak, Ásgrím Halldórsson frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði og Heimaey frá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja, hleypur í skarðið fyrir Árna Friðriksson.Vilhelm Gunnarsson „Útgerðin borgar tvö af þessum skipum og Hafrannsóknastofnun eitt. Og það verður bara að segjast að útgerðin hefur brugðist mjög vel við í samstarfinu um þetta. Þeir tóku virkan þátt í síðustu mælingu núna í janúar og mættu svo með tvö skip núna og stukku til og græjuðu Heimaey þegar Árni brást. Þannig að það er að koma sér mjög vel fyrir verkefnið,“ segir Birkir. Vonin núna liggur í því að finna loðnu sem talin er hafa leynst undir hafísnum undan Vestfjörðum í janúarmælingunni. Loðnuvinnslur eru núna starfræktar á níu stöðum á landinu. Marglituðu línurnar tákna ferla skipanna í síðustu loðnuleit í janúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við munum fara og taka svæðið út af Vestfjörðum, fyrir Norðurlandi og út af norðanverðum Vestfjörðum.“ Og það þarf ekki mikið að finnast til að hægt verði að veita ráðgjöf um að leyfa veiðar. „Þegar við náðum utan um stofninn síðast, sem var síðasta haust, þá vorum við mjög nálægt því. Þannig að það er alveg ágæt von um að það náist. En við þurfum alltaf bara að spyrja að leikslokum. Það er ómögulegt að segja núna hvað muni gerast í þessari mælingu núna,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er eitt þeirra byggðarlaga sem mikið eiga undir loðnuveiðum. Hér sést Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Það þykir þó borin von að búast við viðlíka loðnuævintýri eins og síðustu tvær loðnuvertíðar voru, með sextíu milljarða og fimmtíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Verði veiðar á annað borð heimilar þarf þó ekki mikið magn til að flotinn gæti á skömmum tíma skilað tuttugu milljarða króna verðmæti. Það er því mikið í húfi. Búist er við að niðurstöður loðnuleitarinnar liggi fyrir um miðjan febrúar. Þá verður væntanlega ljóst hvort það verður loðnuvertíð eða loðnubrestur í vetur. Framundan er langverðmætasti veiðitíminn, glugginn fram í miðjan mars. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Múlaþing Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11 Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48
Halda fast í fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. 24. janúar 2024 13:11
Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. 9. mars 2023 22:44
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45