Hausinn tómur og andar djúpt

Nafn?
Anna Fanney Kristinsdóttir.
Aldur?
20 ára ( fædd 4. sept 2003).
Hjúskaparstaða?
Á föstu.
Leyndur hæfileiki?
Hann er svo leyndur að ég veit ekki af honum sjálf.
Hvenær kviknaði fyrst áhugi þinn á tónlist?
Þegar ég var um fjögurra til sex ára gömul myndi ég giska á.
Hvað er uppáhalds karaoke lagið þitt?
Mér finnst rosa gaman að syngja með Love On The Brain með Rihönnu.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Surf n turf - eða bara annað hvort.
Áttu þér eitthvað Idol sem þú lítur upp til í tónlistinni?
Billie Eilish. Ég tengi mikið við lögin hennar og gæti hugsað mér að gera svipaða tónlist.
Hvernig peppar þú þig áður en þú stígur á svið?
Hausinn alveg tómur, anda djúpt.
Hvað stendur upp úr í þátttöku þinni í Idolinu hingað til?
Hvað ég er orðin mikið öruggari á sviðinu.
Hver er þinn uppáhalds flutningur hingað til?
Fyrsti live þátturinn þegar ég tók Stanslaust stuð.

Hver er uppáhalds dómarinn þinn?
Ég held að þau hafa öll verið í uppáhaldi á ákveðnum tímapunkti.
En hver er leiðinlegasti dómarinn?
Ég sjálf (rændi þessu frá Björgvin).
Hvað er það skemmtilegasta við tónlistina?
Hún gerir lífið léttara þegar það er erfitt og lífið betra þegar það er gott.
Hvað tekur við þegar keppninni lýkur?
Ég ætla að byrja að vinna í því að gera tónlist. Hef samt ekki hugmynd um hvar maður á að byrja.
Hver vinnur Idolið?
Ég?
„Ekkert verra en að taka eðlilegt lag í karaoke“

Nafn?
Björgvin Þór Þórarinsson
Aldur?
23 ára
Hjúskaparstaða?
Tekinn
Leyndur hæfileiki?
Ég get beygt þumalinn minn í öfuga átt um liðinn sem er nær hendinni. Mjög freaky.
Hvenær kviknaði fyrst áhugi þinn á tónlist?
Tónlist hefur alltaf verið áhugamál númer eitt hjá mér. Ég hef verið að syngja og spila og semja frá því áður en ég man eftir mér.
Hvað er uppáhalds karaoke lagið þitt?
Go to hjá mér er „Kynsnillingur“ með Páli Óskari eða „Bíddu Pabbi“. Það er ekkert verra en að taka eðlilegt lag í karaoke.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Sushi. Ég er ekki besti kokkurinn, en ég geri geggjaða inside-out california rúllu.
Áttu þér eitthvað Idol sem þú lítur upp til í tónlistinni?
Ég lít mjög mikið upp til Jacob Collier. Hann nær einhvern veginn að búa til tónlist sem er áhugaverð tónfræðilega fyrir okkur nördana, en er á sama tíma aðgengileg og poppuð fyrir þá sem vilja bara hlusta og njóta.
Hvernig peppar þú þig áður en þú stígur á svið?
Ég er ekki með neitt ákveðið ritual eins og sumir tala um. Reyndar í tveimur þáttum af Idolinu er ég búinn að vera með svindlmiða í vasanum með atriðum sem ég hef verið að gleyma á æfingum. Miðarnir enda alltaf á „Hafa gaman að þessu“ - það er mikilvægast af öllu.
Hvað stendur upp úr í þátttöku þinni í Idolinu hingað til?
Það sem stendur mest upp úr er klárlega að fá að kynnast og vinna með öllu hæfileikaríka fólkinu sem kemur að gerð þáttanna. Ég er búinn að læra svo mikið af þeim og er gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið.
Hver er þinn uppáhalds flutningur hingað til?
Klárlega Careless Whisper í 80s þættinum. Það var rosaleg áhætta en mér finnst það hafa tekist nokkuð vel.

Hver er uppáhalds dómarinn þinn?
Þau eru öll yndisleg, ómögulegt að velja bara eitt. Ef ég þarf nauðsynlega að velja er Herrann almennt búinn að vera mesti pepparinn minn.
En hver er leiðinlegasti dómarinn?
Er það ekki alltaf maður sjálfur?
Hvað er það skemmtilegasta við tónlistina?
Tónlistin er svo magnað listform að því leyti að það er hægt að koma tilfinningum á framfæri á abstrakt máta sem er samt auðskiljanlegur þvert á tungumál og menningu.
Hvað tekur við þegar keppninni lýkur?
Ég held að ég byrji á að taka einn til tvo daga til að hvíla mig eftir þessa törn. Síðan ætla ég að nýta þennan stökkpall eins vel og mögulegt er, gefa út efni og gigga eins mikið og ég get.
Hver vinnur Idolið?
Sá sem fær flest atkvæði. (Ég)
„Þegar ég var farin að ná upp í nóturnar var ekki aftur snúið“

Nafn?
Jóna Margrét Guðmundsdóttir.
Aldur?
22 ára.
Hjúskaparstaða?
Bullandi föstu.
Leyndur hæfileiki?
Mér verður ekki kalt, er það ekki hæfileiki? Annars bara get ég drukkið þrjá lítra af Pepsi Max án þess að hika.
Hvenær kviknaði fyrst áhugi þinn á tónlist?
Það hefur alltaf verið til píanó heima og þegar ég var farin að ná upp í nóturnar þá var ekki aftur snúið. Ég söng og spilaði, samdi og þetta varð bara daglega rútínan mín, fjölskyldunni minni til mikillar gleði.
Systur mínar voru og eru mínar mestu stuðningskonur en það gat verið erfitt fyrir þær á gelgjuskeiðinu að hlusta á mig glamra og raula allan daginn, alltaf. Annars er mikil tónlist í ættinni minni og ég elska það. Finn ótrúlega mörg svör í einmitt tónlist.
Hvað er uppáhalds karaoke lagið þitt?
Það verður að vera perulagið í Ávaxtakörfunni. Það er one in a million gott lag.
(Blaðamaður náði því miður ekki að hafa uppi á perulaginu)
Uppáhalds matur?
KJÚKLINGUR. Allt með kjúlla, ég elskaða.
Áttu þér eitthvað Idol sem þú lítur upp til í tónlistinni?
Mitt Idol verð ég að segja in the moment er Diljá Pétursdóttir. Ég dýrka hana og tónlistina hennar. Kann svo að meta orkuna HALLÓ HÆ. Held að hún sé svona það hvað líkast því sem ég fýla.
Hvernig peppar þú þig áður en þú stígur á svið?
Ég hugsa alltaf bara að þetta sé æfing. Síðan skima ég salinn og fæ orkuna þeirra í láni. Það er ekki annað hægt en að vera peppaður þegar maður er að lifa drauminn sinn.
Hvað stendur upp úr í þátttöku þinni í Idolinu hingað til?
Það sem stendur upp úr er alltaf fólkið. Ég hef eignast vini til frambúðar og umvafið mig hæfileikaríkasta fólki lífsins; keppendur, fólkið á bak við, dómararnir, Idol teymið, endalaust magn af stuðningsliði sem ég elska mest heims og ætla að fá að henda einu TAKK-i á ykkur öll.
Hver er þinn uppáhalds flutningur hingað til?
Minn uppáhalds flutningur er líklegast Love the way you lie, það var ekkert eðlilega gaman að prufa að rappa. Annars á The Story stóran stað í hjartanu mínu, ég er mjög stolt af þeim flutning.

Hver er uppáhalds dómarinn þinn?
Þau eru öll uppáhalds. Það er ekki hægt að setja flottustu listamenn landsins saman og segja hver þeirra sé betri en einhver annar.
En hver er leiðinlegasti dómarinn?
Ég hef tileinkað mér það að enginn sé leiðinlegur. Orkan mín og annars fólks passar misvel saman en enginn er leiðinlegur. Elska þau öll.
Hvað er það skemmtilegasta við tónlistina?
Hún gefur mér einhverja tilfinningu sem ég get ekki lýst. Svona eins og þegar Auddi og Sveppi gefa út nýja Drauma seríu, þetta er ólýsanlega gott dæmi.
Hvað tekur við þegar að keppninni lýkur?
Bara halda áfram, semja og gefa út. Troða mér þangað sem ég þarf að troða mér til þess að geta spilað og sýnt efnið mitt (endilega skoðið plötuna mína á Spotify, heitir Tímamót).
Svo er það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á útihátíðir og það er draumur að spila á Þjóðhátíð eða öðrum útihátíðum. Það kemur vonandi að því.
Hver vinnur Idolið?
Við erum öll búin að sigra, allir með tölu sem tóku þátt.