Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 06:35 Sjö hafa stigið fram og lýst áhuga á því að verða næsti biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. Frá þessu er greint á Kirkjan.is. Í tilkynningu sem birtist á vefnum í gær segir að tilnefningum hafi lokið á hádegi. Af þeim 164 sem hefðu mátt tilefna hefðu 160 nýtt rétt sinn en þegar fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania til að „rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga“ hefði komið babb í bátinn. „Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk,“ segir í tilkynningunni. Síðar birtist önnur tilkynning þar sem greint var frá því að vegna vandamálsins væri ekki unnt að telja tilnefningarnar með öruggum hætti. Því teldi kjörstjórn rétt að endurtaka tilnefningarnar eins fljótt og unnt væri, og stefnt að því að hefja ferlið fyrir vikulok. Advania hefði þegar sett í gang vinnu við að laga það sem fór úrskeðis. Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir muni taka við tilnefningum til biskupskjörs; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur. Uppfært: Í fyrri útgáfu gleymdist nafn Guðrúnar Karls Helgudóttur. Við biðjumst afsökunar á mistökunum. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Frá þessu er greint á Kirkjan.is. Í tilkynningu sem birtist á vefnum í gær segir að tilnefningum hafi lokið á hádegi. Af þeim 164 sem hefðu mátt tilefna hefðu 160 nýtt rétt sinn en þegar fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania til að „rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga“ hefði komið babb í bátinn. „Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk,“ segir í tilkynningunni. Síðar birtist önnur tilkynning þar sem greint var frá því að vegna vandamálsins væri ekki unnt að telja tilnefningarnar með öruggum hætti. Því teldi kjörstjórn rétt að endurtaka tilnefningarnar eins fljótt og unnt væri, og stefnt að því að hefja ferlið fyrir vikulok. Advania hefði þegar sett í gang vinnu við að laga það sem fór úrskeðis. Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir muni taka við tilnefningum til biskupskjörs; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur. Uppfært: Í fyrri útgáfu gleymdist nafn Guðrúnar Karls Helgudóttur. Við biðjumst afsökunar á mistökunum.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent