Verður mögulega ekki liðsfélagi Arnórs eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Arnór Sigurðsson fagnar marki Blackburn með liðsfélögum sínum Sondre Tronstad, Tyrhys Dolan og Sammie Szmodics. Getty/Clive Brunskill Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire var á leiðinni til enska B-deildarfélagsins Blackburn Rovers áður en glugginn lokaði en enska félagið hefur nú gefið það út að mistök komu í veg fyrir að félagsskiptin gengu í gegn. McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira