Lífið

Hætti að reykja og borðar eldstafi í staðinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson hefur ýtt á Mari að hætta að reykja í lengri tíma.
Tómas Guðbjartsson hefur ýtt á Mari að hætta að reykja í lengri tíma. Mari Jaersk

Hlaupadrottningin Mari Järsk hefur sagt skilið við sígaretturnar og verið reyklaus í þrjár vikur. Hún segir Tómas Guðbjartsson hjartalækni hafi ýtt á hana í lengri tíma að hætta að reykja en ætlar að narta í kjötstangir í staðinn fyrir að reykja retturnar.

„Við ákváðum að gera herferð þar sem ég hætti að reykja og fæ mér eldstafi í staðinn,“ segir Mari í samtali við Vísi. Eldstafir eru kjötstangir sem Kjarnafæði framleiðir.

Mari greindi frá árangrinum á samfélagsmiðlinum Instagram í gær með textanum: „Heilsudagar hvað. Reyklaus í rúmlega þrjár vikur.

„Þar sem ég er búin að opinbera þetta á Instagram verð ég auðvitað að standa mig. Mér finnst þetta mjög skemmtileg samstarf og mun ég segja frá því á miðlinum hvernig mér gengur. Ég tek einn dag í einu og borða eldstafi í staðinn,“ segir Mari. 

Spurð hvernig það hafi gengið að hætta að reykja segir Mari að sjálf ákvörðunin hafi verið erfiðust.

„Þetta er aðeins auðveldara en ég bjóst við. Ég held það erfiðasta við þetta er síðan að byrja ekki aftur, þá fer bara allt í fokk aftur.“


Tengdar fréttir

Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns

Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×