Kammermúsíkkúbburinn í kröggum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Helgi Hafliðason lofar einu starfsári til en svo bara verða einhverjir aðrir nýir að koma að málum. Því það gangi bara ekki að þeir sem komnir eru á níræðisaldurinn haldi starfseminni úti. Styrkir úr sjóðum hafa brugðist. Meðan kvikmyndin Fullt hús gengur fyrir ... fullu húsi, en þar er fjallað um kammersveit sem sér sæng sína uppreidda vegna þess að borgin hættir að styrkja hana, er Kammermúsíkklúbburinn í nákvæmlega þeirri sömu stöðu. Þann fjórða þessa mánaðar hélt Kammermúsíkklúbburinn sína síðustu tónleika á þessum vetri og það sem meira er, næsti vetur gæti hæglega orðið sá síðasti í starfseminni allri ef ekkert breytist. „Hvorki Reykjavíkurborg né Styrktarsjóður SUT (Samtök um tónlistarhús) og Ruthar Hermanns treysta sér til að styrkja klúbbinn að þessu sinni og ekki hefur tekist að fjölga virkum félögum nægilega til að ásættanlegt sé. Við, sem höfum skipulagt tónleika klúbbsins, höfum ekki endalaust úthald og erum heldur ekki tilbúin að halda áfram þegar óvissan um framtíðina er slík,“ Helgi Hafliðason, formaður Kammermúsíkklúbbsins í samtali við Vísi. Kammertónleikar ekki hristir fram úr erminni Hann segir það hart að þurfa að hætta eftir 68 ára samfellt tónleikahald. En ljóst er að ef framhald á að verða, þarf nýtt afl að koma til og nýjar hugmyndir og lausnir. Er hér lífið að herma eftir listinni? Er Kammermúsíkklúbburinn í andaslitrunum? Vantar heimsþekktan flagara sem kemur til bjargar? „Við sem höfum staðið í þessu undanfarin ár erum öll nema einn komin á níræðisaldur. Það þyrfti að koma yngra fólk sem tengist sinni kynslóð að málum,“ segir Helgi. Þó staðan sé grafalvarleg er ekki annað hægt en kíma að líkindunum: Stöðu Kammermúsíkklúbbsins og svo stöðunni í mynd Sigurjóns Kjartanssonar. En Helgi hefur ekki séð myndina. En hann ætlar. „Já. Ég vildi sjá einhverja hugsjónaríka menn koma að. Þetta hefur verið einföld hugmyndafræðin sem hefur mótast, að fá einhverja til að flytja þessa músík. Við höfum fengið flutt mjög margt sem hefði aldrei verið flutt öðrum kosti og svo viljum við rækta þessa tónlistarhópa sem hafa verið að vinna saman. Þetta er áralöng þróun að spila svona músík því þetta þarf að hljóma eins og einn andi sé á bak við svona flutning, það gerist ekki nema með margra ára samstarfi,“ segir Helgi. Styrkir hafa brugðist Helgi segir að meðalaldur félaga í klúbbnum hafi hækkað um eitt ár að meðaltali nú um langt árabil. Hann segir fjölmiðla hafa sinnt starfinu afskaplega lítt, útvarpið lítið en Mogginn þó helst. „Það sem hefur gengið illa er að afla félaga sem borga árgjald vegna þess að það er hryggjarstykkið í starfseminni. Við höfum engan bakhjarl til að styðja fjárhagslega stöðu klúbbsins.“ Í vikunni birtist lofsamlegur dómur um síðustu tónleika Kammermúsíkklúbbsins í ár. Tónlistarrýnirinn Magnús Lyngdal segir að nú líti út fyrir að aðeins eitt ár sé eftir af starfinu, og hann segir að það megi bara ekki gerast. Tónlistarsjóðurinn hefur styrkt starfsemina sem og SUT og Ruthar Hermannsdóttur en það sé sjóður sem hefur dælt út styrkjum nokkuð lengi sem miða að því að halda tónleika í Hörpu. „Þetta er í fyrsta skipti sem sá styrkur bregst. Aðallega því sjóðurinn er farinn að ganga á höfuðstólinn, þar þarf að snúa þróuninni við og við fengum ekkert þar núna.“ Vantar nýtt blóð Borgin hefur ekki treyst sér til að styrkja klúbbinn, þar var þetta slegið algjörlega út af borðinu þannig að þar er ekki feitan gölt að flá. „Talsmenn borgarinnar hafa ekki getað gefið út neitt sem víst er um framhaldið. Þarna eru tveir styrkjendur sem brugðust báðir í einu og því er fjárhagslegur grundvöllur fyrir áframhaldinu veikur og lítill. Meðan þetta er svona og til þess að þetta haldi áfram þarf nýtt afl.“ Helgi segir að meðlimir í klúbbnum séu 120 til 130 en þegar flest var töldu meðlimir í kringum 250. Landslagið hefur breyst frá því klúbburinn hóf starfsemi sína. Sinfóníuhljómsveitin var þá að stíga sín fyrstu skref og svo var Tónlistarfélagið, en þar voru öflugir menn sem sættu færis og fengu heimsþekkta tónlistarmenn sem voru á leið milli Ameríku og Evrópu til að koma og staldra við og halda tónleika. Hér má sjá stjórn Kammermúsíkklúbbsins en þessi mynd er tekin 2006. Þarna eru menn ungir og til í hvað sem er. Frá vinstri: Runólfur Þórðarson, Guðmundur W. Vilhjálmsson (bróðir Thors sem lengi var prímusmótor í starfinu), Sigurður Steinþórsson, Halldór Hauksson, Valdemar Pálsson, Helgi Hafliðason, Einar B. Pálsson.Kammermúsíkklúbburinn „Þeir sem einu sinni höfðu komið fannst svo gaman að þeir vildu endilega koma aftur. Landslagið hefur breyst, ég man ekki hvenær Tónlistarfélagið lagði upp laupana en það hefur ekki verið grundvöllur fyrir að halda starfinu áfram og því datt það uppfyrir.“ Orðnir gamlir og lúnir Helgi segir erfitt við að eiga þegar meirihlutinn er kominn á áttræðis- og níræðisaldur. Og engin endurnýjun verði. „Við sem stöndum í þessu núna, treystum okkur ekki til að halda þessu áfram. En ef einhverjir vilja koma, og halda þessu áfram þá þarf ekki mikið til. Hundrað manns í viðbót og þá er kominn traustur grunnur. Og ef það koma öflugir, á ég að voga mér að segja, fjáraflamenn, myndu þeir geta styrkt klúbbinn og hamrað í gegn samkomulag við opinbera sjóði til langframa,“ segir Helgi. Helgi lýsir því að tónleikar af þessu tagi, efnisskrá sem þessi, sé ekki hrist fram úr erminni. Það þurfi góðan fyrirvara. „Við ætlum reyna að standa við það að halda þessu einn vetur til með glæsibrag en ekki eru allir sem fatta að tónlistarmenn þurfa að geta undirbúið þetta vel og lengi. Þeir hittast ekki einu sinni og þrusa tónleikum svo í gegn,“ segir Helgi. Standardinn á tónleikunum sé mikill og mikils um vert að hann haldi sér. Tónlist Félagasamtök Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þann fjórða þessa mánaðar hélt Kammermúsíkklúbburinn sína síðustu tónleika á þessum vetri og það sem meira er, næsti vetur gæti hæglega orðið sá síðasti í starfseminni allri ef ekkert breytist. „Hvorki Reykjavíkurborg né Styrktarsjóður SUT (Samtök um tónlistarhús) og Ruthar Hermanns treysta sér til að styrkja klúbbinn að þessu sinni og ekki hefur tekist að fjölga virkum félögum nægilega til að ásættanlegt sé. Við, sem höfum skipulagt tónleika klúbbsins, höfum ekki endalaust úthald og erum heldur ekki tilbúin að halda áfram þegar óvissan um framtíðina er slík,“ Helgi Hafliðason, formaður Kammermúsíkklúbbsins í samtali við Vísi. Kammertónleikar ekki hristir fram úr erminni Hann segir það hart að þurfa að hætta eftir 68 ára samfellt tónleikahald. En ljóst er að ef framhald á að verða, þarf nýtt afl að koma til og nýjar hugmyndir og lausnir. Er hér lífið að herma eftir listinni? Er Kammermúsíkklúbburinn í andaslitrunum? Vantar heimsþekktan flagara sem kemur til bjargar? „Við sem höfum staðið í þessu undanfarin ár erum öll nema einn komin á níræðisaldur. Það þyrfti að koma yngra fólk sem tengist sinni kynslóð að málum,“ segir Helgi. Þó staðan sé grafalvarleg er ekki annað hægt en kíma að líkindunum: Stöðu Kammermúsíkklúbbsins og svo stöðunni í mynd Sigurjóns Kjartanssonar. En Helgi hefur ekki séð myndina. En hann ætlar. „Já. Ég vildi sjá einhverja hugsjónaríka menn koma að. Þetta hefur verið einföld hugmyndafræðin sem hefur mótast, að fá einhverja til að flytja þessa músík. Við höfum fengið flutt mjög margt sem hefði aldrei verið flutt öðrum kosti og svo viljum við rækta þessa tónlistarhópa sem hafa verið að vinna saman. Þetta er áralöng þróun að spila svona músík því þetta þarf að hljóma eins og einn andi sé á bak við svona flutning, það gerist ekki nema með margra ára samstarfi,“ segir Helgi. Styrkir hafa brugðist Helgi segir að meðalaldur félaga í klúbbnum hafi hækkað um eitt ár að meðaltali nú um langt árabil. Hann segir fjölmiðla hafa sinnt starfinu afskaplega lítt, útvarpið lítið en Mogginn þó helst. „Það sem hefur gengið illa er að afla félaga sem borga árgjald vegna þess að það er hryggjarstykkið í starfseminni. Við höfum engan bakhjarl til að styðja fjárhagslega stöðu klúbbsins.“ Í vikunni birtist lofsamlegur dómur um síðustu tónleika Kammermúsíkklúbbsins í ár. Tónlistarrýnirinn Magnús Lyngdal segir að nú líti út fyrir að aðeins eitt ár sé eftir af starfinu, og hann segir að það megi bara ekki gerast. Tónlistarsjóðurinn hefur styrkt starfsemina sem og SUT og Ruthar Hermannsdóttur en það sé sjóður sem hefur dælt út styrkjum nokkuð lengi sem miða að því að halda tónleika í Hörpu. „Þetta er í fyrsta skipti sem sá styrkur bregst. Aðallega því sjóðurinn er farinn að ganga á höfuðstólinn, þar þarf að snúa þróuninni við og við fengum ekkert þar núna.“ Vantar nýtt blóð Borgin hefur ekki treyst sér til að styrkja klúbbinn, þar var þetta slegið algjörlega út af borðinu þannig að þar er ekki feitan gölt að flá. „Talsmenn borgarinnar hafa ekki getað gefið út neitt sem víst er um framhaldið. Þarna eru tveir styrkjendur sem brugðust báðir í einu og því er fjárhagslegur grundvöllur fyrir áframhaldinu veikur og lítill. Meðan þetta er svona og til þess að þetta haldi áfram þarf nýtt afl.“ Helgi segir að meðlimir í klúbbnum séu 120 til 130 en þegar flest var töldu meðlimir í kringum 250. Landslagið hefur breyst frá því klúbburinn hóf starfsemi sína. Sinfóníuhljómsveitin var þá að stíga sín fyrstu skref og svo var Tónlistarfélagið, en þar voru öflugir menn sem sættu færis og fengu heimsþekkta tónlistarmenn sem voru á leið milli Ameríku og Evrópu til að koma og staldra við og halda tónleika. Hér má sjá stjórn Kammermúsíkklúbbsins en þessi mynd er tekin 2006. Þarna eru menn ungir og til í hvað sem er. Frá vinstri: Runólfur Þórðarson, Guðmundur W. Vilhjálmsson (bróðir Thors sem lengi var prímusmótor í starfinu), Sigurður Steinþórsson, Halldór Hauksson, Valdemar Pálsson, Helgi Hafliðason, Einar B. Pálsson.Kammermúsíkklúbburinn „Þeir sem einu sinni höfðu komið fannst svo gaman að þeir vildu endilega koma aftur. Landslagið hefur breyst, ég man ekki hvenær Tónlistarfélagið lagði upp laupana en það hefur ekki verið grundvöllur fyrir að halda starfinu áfram og því datt það uppfyrir.“ Orðnir gamlir og lúnir Helgi segir erfitt við að eiga þegar meirihlutinn er kominn á áttræðis- og níræðisaldur. Og engin endurnýjun verði. „Við sem stöndum í þessu núna, treystum okkur ekki til að halda þessu áfram. En ef einhverjir vilja koma, og halda þessu áfram þá þarf ekki mikið til. Hundrað manns í viðbót og þá er kominn traustur grunnur. Og ef það koma öflugir, á ég að voga mér að segja, fjáraflamenn, myndu þeir geta styrkt klúbbinn og hamrað í gegn samkomulag við opinbera sjóði til langframa,“ segir Helgi. Helgi lýsir því að tónleikar af þessu tagi, efnisskrá sem þessi, sé ekki hrist fram úr erminni. Það þurfi góðan fyrirvara. „Við ætlum reyna að standa við það að halda þessu einn vetur til með glæsibrag en ekki eru allir sem fatta að tónlistarmenn þurfa að geta undirbúið þetta vel og lengi. Þeir hittast ekki einu sinni og þrusa tónleikum svo í gegn,“ segir Helgi. Standardinn á tónleikunum sé mikill og mikils um vert að hann haldi sér.
Tónlist Félagasamtök Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira