Félagasamtök

Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­menn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar

Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson.

Innlent
Fréttamynd

Líkir aðal­fundi Sósíal­ista við War­hammer-útsöluna í Nexus

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin 78 verð­launa sögufölsun

Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna enn einu sinni að ræða fram­tíð MÍR á aðal­fundi

Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú hundruð þúsund klukku­stundir af sjálf­boða­vinnu

Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Björn tekur við af Helga

Landssamband eldri borgara heldur árlegan landsfund sinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á morgun þar sem nýr formaður mun taka við. Björn Snæbjörnsson frá Akureyri verður sjálfkjörinn í embætti formanns og mun því taka við af Helga Péturssyni.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki vísa mæðgunum úr fé­laginu í fimm­tán ár

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. 

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag at­vinnu­rek­enda svarar Ríkis­endur­skoðun

Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvenna­at­hvarfið

Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði.  

Innlent