Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 09:42 Mikil óvissa er komin upp varðandi biskupskjör, sem átti að fara fram frá 7. mars til 12. mars. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35
„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32