Erlent

Gíslatökumaður skotinn til bana í Sviss

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn hélt fólki í gíslingu í tæpar fjórar klukkustundir.
Maðurinn hélt fólki í gíslingu í tæpar fjórar klukkustundir. AP/Laurent Gillieron

Lögregluþjónar í Sviss skutu í gærkvöldi 32 ára mann frá Íran eftir að hann tók fimmtán manns í gíslingu í lest. Maðurinn var vopnaður hníf og öxi og hélt fólkinu í gíslingu í tæpar fjórar klukkustundir.

Lesti hafði verið stöðvuð í bænum Essert-sous-Champvent nærri landamærum Frakklands þegar maðurinn tók upp vopn og tók fólkið í gíslingu.

Eftir nokkrar klukkustundir réðust lögregluþjónar til atlögu gegn manninum og skutu hann til bana. engan gísl sakaði, samkvæmt frétt Reuters.

Lögreglan hefur ekkert sagt um tilefni gíslatökunnar að öðru leyti en að atvikið sé til rannsóknar. Gíslatökumaðurinn var hælisleitandi og lögreglan segir atvikið ekki skilgreint sem hryðjuverk.

Einn maður sem var um borð í lestinni sagði blaðamanni svissneska blaðsins Blick, að gíslatökumaðurinn hefði verið gargandi og að hann hefði talið í fyrstu að gíslatökumaðurinn væri ölvaður. Svo tók gíslatökumaðurinn upp öxina og tók fólkið í gíslingu.

Vitnið segir gíslatökumanninn hafa verið mjög stressaðan en hann fékk ekki á tilfinninguna að hann vildi vinna fólki mein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×