Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 09:31 Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti