„Vitum að við þurfum að ná þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 20:46 Erik Ten Hag og kollegi hans Unai Emery á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var afar sáttur með sigur Manchester United á Aston Villa í kvöld en sigurinn heldur liði United inni í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. „Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Við erum að komast nær og það var markmið dagsins, það var það sem við stefndum að og við náðum því. Ég er ánægður með hvernig við gerðum það,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir leikinn í dag. Eftir sigurinn í dag er Manchester United sex stigum frá Tottenham sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu eins og er. „Ég hugsa aldrei um neikvæða niðurstöðu. Ég reyni að vera jákvæður, við vitum að við þurfum að ná þeim og við erum ekki komnir þangað enn. Við erum í góðum takti og höldum því áfram.“ Manchester United náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Danans Rasmus Höjlund en Aston Villa náði að jafna í þeim síðari. „Ég er var sérstaklega ánægður með fyrstu tuttugu mínúturnar. Eftir það féllum við of mikið niður. Við áttum okkar augnablik í skyndisóknum en í stöðunni 1-1 þurftum við að berjast,“ en eftir jöfnunarmarkið var lið Aston Villa líklegra til að ná sigurmarki heldur en United. „Þetta var of mikið eins og tennisleikur“ „Það var mjög mikil ákefð og maður sá hvað voru margir leikmenn orðnir þreyttir í lokin. Þetta var mjög opið og hefði getað dottið hvoru megin sem var.“ Scott McTominay var hetja United en hann skoraði sigurmark United í kvöld en það er áttunda deildarmark hans á tímabilinu. „Scott, hann er frábær. Hann getur skorað mörg mörk, hann er alltaf að koma sér í stöður til að skora mörk. Við vorum í vandræðum og þetta var of mikið eins og tennisleikur. Við vorum alltaf að reyna að skora í stað þess að bíða eftir réttum stöðum. McTominay getur mætt í teiginn og skorað mörk.“ Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Við erum að komast nær og það var markmið dagsins, það var það sem við stefndum að og við náðum því. Ég er ánægður með hvernig við gerðum það,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir leikinn í dag. Eftir sigurinn í dag er Manchester United sex stigum frá Tottenham sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu eins og er. „Ég hugsa aldrei um neikvæða niðurstöðu. Ég reyni að vera jákvæður, við vitum að við þurfum að ná þeim og við erum ekki komnir þangað enn. Við erum í góðum takti og höldum því áfram.“ Manchester United náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Danans Rasmus Höjlund en Aston Villa náði að jafna í þeim síðari. „Ég er var sérstaklega ánægður með fyrstu tuttugu mínúturnar. Eftir það féllum við of mikið niður. Við áttum okkar augnablik í skyndisóknum en í stöðunni 1-1 þurftum við að berjast,“ en eftir jöfnunarmarkið var lið Aston Villa líklegra til að ná sigurmarki heldur en United. „Þetta var of mikið eins og tennisleikur“ „Það var mjög mikil ákefð og maður sá hvað voru margir leikmenn orðnir þreyttir í lokin. Þetta var mjög opið og hefði getað dottið hvoru megin sem var.“ Scott McTominay var hetja United en hann skoraði sigurmark United í kvöld en það er áttunda deildarmark hans á tímabilinu. „Scott, hann er frábær. Hann getur skorað mörg mörk, hann er alltaf að koma sér í stöður til að skora mörk. Við vorum í vandræðum og þetta var of mikið eins og tennisleikur. Við vorum alltaf að reyna að skora í stað þess að bíða eftir réttum stöðum. McTominay getur mætt í teiginn og skorað mörk.“
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira