Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:10 Robert F. Kennedy yngri vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira