Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:10 Robert F. Kennedy yngri vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira