Sport

Kláraði ein­vígi með níu pílna leik og vann svo mótið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Littler er í fremstu röð pílukastara
Luke Littler er í fremstu röð pílukastara Tom Dulat/Getty Images)

Luke Littler kláraði viðureign sína gegn Michele Turetta með níu pílna leik í 32-manna úrslitum PDC ProTour mótsins sem fer fram í Wigan á Englandi. Hann hélt góðu gengi áfram í allan dag með meðalskor upp á 111,71 stig og vann mótið á endanum eftir úrslitaleik gegn Ryan Searle. 

Þessi 17 ára gamli pílukappi hefur skotist upp á stjörnuhimininn í íþróttinni undanfarið. Hann lagði Jim Williams að velli, 6-1, í fyrstu umferð og skaut svo Luke Woodhouse úr leik með 6-3 sigri. 

Í 32-manna úrslitum náði Littler upp sannfærandi 5-1 forystu og kláraði einvígið svo með stæl þegar hann kláraði síðasta legginn með níu pílum, eins fáum og mögulegt er.  

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Luke Littler klárar legg með níu pílum en honum tókst það einnig á meistaramótinu í Bahrain fyrir um mánuði síðan. Honum tókst svo næstum því að endurtaka leikinn í 16-liða úrslitum gegn Cameron Menzies en klikkaði á síðasta skotinu í tvöfaldan 12. 

Littler var ekki sá eini sem afrekaði níu pílna leik en Leighton Bennett og Mickey Mansell tókst slíkt hið sama fyrr í dag. 

Ungstirnið hélt góðu gengi áfram eftir níu pílna leikinn, hann skaut James Hurrell úr leik 6-3 í 8-liða úrslitum og vann svo 7-6 gegn Alan Soutar í æsispennandi undanúrslitaleik. Úrslitaleikinn varð ekkert minna spennandi, Ryan Searle fylgdi Littler alla leið en ungstirnið vann að endingu 7-6 með meðalskor upp á 111,71. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×