Sport

Dag­skráin í dag: Meistararnir á Parken, Lengjubikarinn, Subway slagir og Ofurskálaruppgjör

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ríkjandi meistarar Meistaradeildarinnar mæta FCK á Parken í kvöld.
Ríkjandi meistarar Meistaradeildarinnar mæta FCK á Parken í kvöld. Getty/Chris Brunskill

Það er þétt dagskrá þennan þriðjudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 

Vodafone Sport 

19:50 – FC Kaupmannahöfn tekur á móti Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 

00:05 – Boston Bruins mætir Tampa Bay Lightning í NHL íshokkídeildinni. 

Stöð 2 Sport 

18:05 – Stjarnan og Njarðvík eigast við í 20. umferð Subway deildar karla. 

20:10 – Subway Körfuboltakvöld Extra: Léttur og skemmtilegur spjallþáttur í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Tómas Steindórsson þar sem farið er yfir allt það helsta innan og utan vallar í Subway deild karla. Að venju verður skemmtilegur gestagangur. 

Stöð 2 Sport 2 

19:50 – RB Leipzig tekur á móti Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

22:00 – Meistaradeildarmörkin: allir leikir kvöldsins gerðir upp af sérfræðingum. 

Stöð 2 Sport 3 

20:00 – Lokasóknin: Tímabilið gert upp og fjallað um allt sem gerðist í Ofurskálinni sem Kansas City Chiefs unnu á sunnudag.

Stöð 2 Sport 5

17:20 – Breiðablik og FH mætast í Lengjubikarkeppni karla. 

Stöð 2 Subway deildin

19:10 – Þór Akureyri tekur á móti Fjölni í fallbaráttuslag Subway deildar kvenna. 

Stöð 2 Subway deildin 2 

17:55 – Valur og Snæfell mætast í neðri hluta Subway deildar kvenna. 

Stöð 2 eSport

19:15 – Ljósleiðaradeildin í CS:GO. Hér keppast SAGA - Breiðablik og ÍBV - FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×