Heilbrigðisráðherra segir að hlustað verði á heimilislækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 07:37 Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson ræddu skrifræðið á Alþingi í gær. „Auðvitað munum við bregðast við þessari beiðni Félags íslenskra heimilislækna og leysa þetta mál, vegna þess að það skiptir miklu máli,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um tilvísanir vegna barna. Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira