Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 17:15 Telja verður líklegt að sendlar á vegum Domino's séu meðal þeirra sem komið hafa í Valhúsaskóla. Vísir Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“ Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“
Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira