Kona fékk loksins að lýsa stórmóti í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:30 Lauren Kalil braut ísinn og stóð sig vel. Hún fær væntanlega fleiri tækifæri á þesu ári. Skjámynd/Youtube Lauren Kalil er brautryðjandi þegar kemur að sjónvarpsútsendingum frá risamótunum í CrossFit. Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil) CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil)
CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira