Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bjarni Benediktsson einn umsjónarmanna Tæknivarpsins (t.v.) segir Vision pro-gleraugun afar tæknilega vel heppnuð. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að spreyta sig á gleraugunum eftir að þau komu í búðir vestanhafs um mánaðamótin. Vísir/arnar/hjalti Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir. Apple Tækni Verslun Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir.
Apple Tækni Verslun Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira