Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bjarni Benediktsson einn umsjónarmanna Tæknivarpsins (t.v.) segir Vision pro-gleraugun afar tæknilega vel heppnuð. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að spreyta sig á gleraugunum eftir að þau komu í búðir vestanhafs um mánaðamótin. Vísir/arnar/hjalti Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir. Apple Tækni Verslun Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir.
Apple Tækni Verslun Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira