Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 15:37 Harpa Björg Hjálmtýsdóttir er nýr samskiptastjóri framboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. Vísir Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira