„Eins og að vera fastur í hryllingsmynd“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 19:59 Arnar Guðjónsson var vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð. „Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“ Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
„Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“
Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira