„Það eru allir að spyrja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Ísold Sævarsdóttir er á fullu að æfa tvær íþróttagreinar á sama tíma, körfubolta og frjálsar íþróttir. Hún er í fremstu röð í þeim báðum. Hér sést hún í lyftingasalnum. Vísir/Sigurjón Ísold Sævarsdóttir er aðeins sextán ára. Hún fór á kostum með Stjörnunni í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld en hún er einnig ein besta frjálsíþróttakona landsins. Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold. Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Stjarnan vann Njarðvík í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld, 77-73 og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Ísold var frábær á þriðjudagskvöldið en hún endaði stigahæst með tuttugu stig og gaf líka átta stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Þetta var alveg afskaplega gaman og sérstaklega af því að við spiluðum svo ógeðslega vel saman. Ég held að þetta hafi verið einn besti leikurinn okkar í vetur. Að vinna svona sterkt lið er alltaf skemmtilegt,“ sagði Ísold Sævarsdóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég geri þetta náttúrulega ekki ein. Hinar hjálpa til og búa til færi fyrir mig. Við spiluðum vel saman og mér leið bara vel í gær (fyrrakvöld),“ sagði Ísold og hún hefur staðið sig vel í djúpu lauginni í Subway deild kvenna í vetur. „Reynslan að keppa í meistaraflokki er búin að gefa mér fullt af tækifærum. Það kemur manni svona langt,“ sagði Ísold. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki í lok síðasta árs. Auk þess að vera frábær körfuboltakona þá er Ísold ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún keppir þar í sjöþraut og varð til að mynda Norðurlandameistari árið 2022. Hún er fæddi árið 2007 og verður sautján ára á laugardaginn. „Ég er að missa mikið úr en þjálfararnir eru í góðum samskiptum. Það er mjög erfitt að finna tíma fyrir báðar íþróttir en við erum að reyna okkar besta,“ sagði Ísold. En ætlar hún að velja á milli körfuboltans eða frjálsra íþrótta? „Ég bara veit ekki svarið við spurningunni en það eru allir að spyrja. Það kemur bara í ljós,“ sagði Ísold brosandi og hún vill ekki gefa upp hvort henni finnst skemmtilegra körfuboltinn eða sjöþrautin? „Ég bara svara þessu ekki,“ sagði Ísold hlæjandi og bætir við: „Það er misjafnt en það fer eftir því hvernig gengur,“ sagði Ísold en hvaðan kemur íþróttaáhugi hennar? „Mér finnst svo skemmtilegt til dæmis að gera hluti undir pressu og í keppni. Aðallega vegna þess að þegar maður vinnur þá er það svo skemmtilegt,“ sagði Ísold.
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira