Tiger Woods segist vera verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 16:30 Tiger Woods var brosmildur á blaðamannafundinum. Hann vonast eftir bjartari tímum. AP/Ryan Kang Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er að fara að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan í desember. Hann keppir á Genesis Invitational mótinu sem hefst í dag. Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024 Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024
Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira