Ljósleiðaradeildin í beinni: Tveir leikir á dagskrá og línur að leggjast fyrir lokakvöldið Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 19:15 Ruflu, Allee, PolishWonder og Asiii eiga skráða leiki í kvöld. Næstsíðasta umferð tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike klárast í kvöld. Ljóst er að mikið er í húfi fyrir liðin en ekkert lið í efstu sjö sætunum hefur tryggt sæti sitt. Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti
Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti