Númer 3 en stefna á toppinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2024 08:02 Útgáfupartý plötunnar „Númer 3“ var vel sótt og hafa þeir félagar síðan spilað í einu fimmtugsafmæli og eru byrjaðir að taka við fleiri bókunum. Ragnar Steinn Þórsson og Oddur Þórisson hafa unnið saman að tónlist undanfarin fimm ár og ákváðu í lok síðasta árs að slá loksins til og gefa út tónlist undir nafninu Númer 3. Þeir hafa gefið út eina smáskífu og eina plötu og eru hvergi nærri hættir. Vísir náði tali af Ragnari Steini, tónlistarmanni og lögfræðinema, og ræddi við hann um hljómsveitina, tilurð hennar og það sem er framundan hjá bandinu. Hvað kom til að þið fóruð að gera tónlist? „Við kynntumst í menntaskóla og byrjuðum að gera tónlist á öðru eða þriðja ári. Hann Oddur hefur verið að pródúsa og unnið með öðrum tónlistarmönnum. Síðan fékk hann mig upp í stúdíó og við byrjuðum þar. Þetta hefur verið „on and off“ og síðan urðum við band fyrir svona þremur árum,“ segir Ragnar. Föttuðu að nafnið skipti ekki höfuðmáli Tónlist Númer 3 má lýsa sem rafpoppi í anda hljómsveita á borð við Kef lavík. Ragnar segir erfitt að að skilgreina stílinn nákvæmlega, hann hafi þróast í gegnum samstarfið á undanförnum árum. Hvernig tónlist gerir Númer 3? „Rafpopp er fín lýsing. Við höfum áður heyrt af samanburði við Kef Lavík og annað nýlegt popp. Við mynduðum þennan stíl á síðustu árum út frá því að vinna saman frekar en út frá hlustun á aðra þó það hafi auðvitað áhrif. Og ég er reyndar mikil Kef Lavík aðdándi,“ segir Ragnar. Ragnar segir von á meiri tónlist frá Númer 3. Þeir séu heitir eftir síðustu útgáfu og sitji á nóg af efni. Hvenær verður Númer 3 til? „Nafnið varð til fyrir svona einu ári en við búnir að vera vinna saman í tæp fimm ár. Það er bara af því við vorum ógeðslega lengi að finna nafn og létum það trufla okkur aðeins of mikið kannski. Síðan föttuðum við að nöfnin skipta ekkert svo miklu máli. Mikið af tónlistarnöfnum eru flott af því tónlistin er góð,“ segir Ragnar Steinn. „Við endum á einhverju mjög basic, ég held ég hafi nefnt ABC eða 123 til að finna eitthvað basic. Þannig komumst við að þessu nafni Númer 3 af því þetta á að vera catchy og kannski vekja upp einhverjar spurningar,“ segir hann. Þannig það er ekki beint nein vísun í neitt? Af hverju ekki númer eitt eða númer tvö? „Okkur fannst það hljóma vel. Það er ekki mikil hugsun á bak við það,“ segir Ragnar um nafnið. Innblástur sóttur úr raunheimum en líka skáldað Þeir félagar semja lögin saman og segir Ragnar því erfitt að tiltaka hvaðan nákvæmlega innblástur er sóttur. Þar blandist saman þeirra eigin upplifanir við skáldaðar frásagnir. Ragnar syngur og Oddur semur lögin en sú verkaskipting er heldur ekki heilög. Oddur Þórisson sér aðallega um að pródúsera lög Númer 3 en bregður sér þó líka stundum bak við mækinn.Aðsent Hvernig skiptið þið verkum milli ykkar? „Hann er alfarið í pródúksjón en syngur viðlög á fyrstu tveimur lögunum, Norðurljós og Feluleik. Það er ekki beint að ég sé bara söngvarann, hann er það líka. En hann vill oftar að ég fari á mækinn,“ segir Ragnar um verkaskiptinguna hjá honum og Oddi. En þetta er blanda af söng og rappi eða hvað? „Þetta er smá popprapp líka. Við gerum það á Feluleik, fyrsta laginu. Rappið er svo aðgengilegt og við munum örugglega feta þennan milliveg áfram milli rapps og söngs,“ segir Ragnar. En umfjöllunarefnið? Hvert leitið þið eftir innblæstri? „Við semjum textana mikið saman. Það er bæði innblásið af okkar eigin lífi en stundum búum við líka til texta með því að setja okkur í spor annarra og skálda einhverja sögu. Það er bara misjafnt, nútími, fortíð og skáldskapur,“ segir Ragnar. Í einum grænum hvelli gemmér Pilsner Við hlustun á Númer 3 vakti þessi lína hér að ofan sérstaka athygli blaðamanns og vöknuðu spurningar um það hvort hér væru á ferðinni miklir Pilsner-drykkjumenn. Þegar meðlimir Númer 3 voru spurðir út í þessa fleygu línu og hvort þeir drykkju mikinn Pilsner sögðu þeir línuna frekar vísa almennt í Pilsner sem bjór en Egils Pilsner. Það kom þó ekki fram hvort þeir drykkju mikið af Pilsnernum, óáfengum eða áfengum. Þú ert í lögfræði, hvernig gengur að balansa það við tónlistina? „Bara allt í lagi, ég útskrifast næsta sumar,“ segir hann. Það er því greinilega ekkert mál að halda jafnvægi milli þess að vera poppstjarna og að vera lögfræðinema View this post on Instagram A post shared by Númer 3 (@numerthrju) Nóg af tónlist á leiðinni Hljómsveitin gaf út fyrsta singúlinn sinn 28. desember síðastliðinn og svo kom fyrsta plata hljómsveitarinnar út í janúar. Það er því stutt síðan hljómsveitin steig fram á sviðið en Ragnar segir nóg af tónlist á leiðinni. Eruð þið búnir að halda einhverja tónleika? Við vorum með útgáfupartý fyrir vini og vandamenn og það komu alveg hundrað manns plús. Það var rosa stuð. Svo spiluðum við í fimmtugsafmæli og það var líka stuð. Við erum að vinna í því núna að fá fleiri bókanir. „Svo ætlum við að reyna að gefa út meira af tónlist eins hratt og við getum. Við bjuggum til svona hundrað lög áður en við gerðum þessi sex þannig við ættum að vera heitir,“ segir hann. Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Vísir náði tali af Ragnari Steini, tónlistarmanni og lögfræðinema, og ræddi við hann um hljómsveitina, tilurð hennar og það sem er framundan hjá bandinu. Hvað kom til að þið fóruð að gera tónlist? „Við kynntumst í menntaskóla og byrjuðum að gera tónlist á öðru eða þriðja ári. Hann Oddur hefur verið að pródúsa og unnið með öðrum tónlistarmönnum. Síðan fékk hann mig upp í stúdíó og við byrjuðum þar. Þetta hefur verið „on and off“ og síðan urðum við band fyrir svona þremur árum,“ segir Ragnar. Föttuðu að nafnið skipti ekki höfuðmáli Tónlist Númer 3 má lýsa sem rafpoppi í anda hljómsveita á borð við Kef lavík. Ragnar segir erfitt að að skilgreina stílinn nákvæmlega, hann hafi þróast í gegnum samstarfið á undanförnum árum. Hvernig tónlist gerir Númer 3? „Rafpopp er fín lýsing. Við höfum áður heyrt af samanburði við Kef Lavík og annað nýlegt popp. Við mynduðum þennan stíl á síðustu árum út frá því að vinna saman frekar en út frá hlustun á aðra þó það hafi auðvitað áhrif. Og ég er reyndar mikil Kef Lavík aðdándi,“ segir Ragnar. Ragnar segir von á meiri tónlist frá Númer 3. Þeir séu heitir eftir síðustu útgáfu og sitji á nóg af efni. Hvenær verður Númer 3 til? „Nafnið varð til fyrir svona einu ári en við búnir að vera vinna saman í tæp fimm ár. Það er bara af því við vorum ógeðslega lengi að finna nafn og létum það trufla okkur aðeins of mikið kannski. Síðan föttuðum við að nöfnin skipta ekkert svo miklu máli. Mikið af tónlistarnöfnum eru flott af því tónlistin er góð,“ segir Ragnar Steinn. „Við endum á einhverju mjög basic, ég held ég hafi nefnt ABC eða 123 til að finna eitthvað basic. Þannig komumst við að þessu nafni Númer 3 af því þetta á að vera catchy og kannski vekja upp einhverjar spurningar,“ segir hann. Þannig það er ekki beint nein vísun í neitt? Af hverju ekki númer eitt eða númer tvö? „Okkur fannst það hljóma vel. Það er ekki mikil hugsun á bak við það,“ segir Ragnar um nafnið. Innblástur sóttur úr raunheimum en líka skáldað Þeir félagar semja lögin saman og segir Ragnar því erfitt að tiltaka hvaðan nákvæmlega innblástur er sóttur. Þar blandist saman þeirra eigin upplifanir við skáldaðar frásagnir. Ragnar syngur og Oddur semur lögin en sú verkaskipting er heldur ekki heilög. Oddur Þórisson sér aðallega um að pródúsera lög Númer 3 en bregður sér þó líka stundum bak við mækinn.Aðsent Hvernig skiptið þið verkum milli ykkar? „Hann er alfarið í pródúksjón en syngur viðlög á fyrstu tveimur lögunum, Norðurljós og Feluleik. Það er ekki beint að ég sé bara söngvarann, hann er það líka. En hann vill oftar að ég fari á mækinn,“ segir Ragnar um verkaskiptinguna hjá honum og Oddi. En þetta er blanda af söng og rappi eða hvað? „Þetta er smá popprapp líka. Við gerum það á Feluleik, fyrsta laginu. Rappið er svo aðgengilegt og við munum örugglega feta þennan milliveg áfram milli rapps og söngs,“ segir Ragnar. En umfjöllunarefnið? Hvert leitið þið eftir innblæstri? „Við semjum textana mikið saman. Það er bæði innblásið af okkar eigin lífi en stundum búum við líka til texta með því að setja okkur í spor annarra og skálda einhverja sögu. Það er bara misjafnt, nútími, fortíð og skáldskapur,“ segir Ragnar. Í einum grænum hvelli gemmér Pilsner Við hlustun á Númer 3 vakti þessi lína hér að ofan sérstaka athygli blaðamanns og vöknuðu spurningar um það hvort hér væru á ferðinni miklir Pilsner-drykkjumenn. Þegar meðlimir Númer 3 voru spurðir út í þessa fleygu línu og hvort þeir drykkju mikinn Pilsner sögðu þeir línuna frekar vísa almennt í Pilsner sem bjór en Egils Pilsner. Það kom þó ekki fram hvort þeir drykkju mikið af Pilsnernum, óáfengum eða áfengum. Þú ert í lögfræði, hvernig gengur að balansa það við tónlistina? „Bara allt í lagi, ég útskrifast næsta sumar,“ segir hann. Það er því greinilega ekkert mál að halda jafnvægi milli þess að vera poppstjarna og að vera lögfræðinema View this post on Instagram A post shared by Númer 3 (@numerthrju) Nóg af tónlist á leiðinni Hljómsveitin gaf út fyrsta singúlinn sinn 28. desember síðastliðinn og svo kom fyrsta plata hljómsveitarinnar út í janúar. Það er því stutt síðan hljómsveitin steig fram á sviðið en Ragnar segir nóg af tónlist á leiðinni. Eruð þið búnir að halda einhverja tónleika? Við vorum með útgáfupartý fyrir vini og vandamenn og það komu alveg hundrað manns plús. Það var rosa stuð. Svo spiluðum við í fimmtugsafmæli og það var líka stuð. Við erum að vinna í því núna að fá fleiri bókanir. „Svo ætlum við að reyna að gefa út meira af tónlist eins hratt og við getum. Við bjuggum til svona hundrað lög áður en við gerðum þessi sex þannig við ættum að vera heitir,“ segir hann.
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira