Ármann tryggðu sér þriðja sætið með sigri gegn Young Prodigies Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 21:36 (f.v.) Arnar "Vargur" Hólm, Ólafur "Ofvirkur" Barði og Guðbjartur "Guddi" Þorkell. Ármann sigruðu lið Young Prodigies í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Ármann eru nú búnir að tryggja sér þriðja sætið, en Saga, sem er í fjórða sæti, á ekki lengur séns á að ná þeim. Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira