Körfubolti

Heiðursstúkan: „Ég hef komið áður og ég hef alltaf tapað“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson háðu harða keppni í Heiðursstúkunni.
Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson háðu harða keppni í Heiðursstúkunni. S2 Sport

Það er Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fram undan á Stöð 2 Sport og tveir af öflugustu NBA-sérfræðingum Stöðvar 2 Sports mættu í Heiðursstúkuna og spreyttu sig á alls konar spurningum tengdum stjörnuhelginni og NBA.

Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti.

Í sjötta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Lögmálsins á Stöð 2 Sport 2, og einn af sérfræðingum hans þar, Sigurður Orri Kristjánsson.

Þriggja stiga keppnin, troðslukeppnin og allar hinar þrautakeppninnar verða sýndar beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan eitt eftir miðnætti á morgun, laugardag.

„Að þessu sinni erum við að heiðra All-Star leikinn sem fer fram um helgina. Að því tilefni höfum við fengið sannkallaða heiðursmenn í settið til mín,“ sagði Jóhann Fjalar Skaptason og kynnti þá Kjartan og Sigurð til leiks.

„Ég er stressaður,“ sagði Kjartan Atli og Sigurður Orri tók undir það.

„Ég hef komið áður og ég hef alltaf tapað,“ sagði Sigurður Orri.

„Þú ert að fara að ná í fyrsta sigurinn þinn hér. Ég er ekki góður í spurningakeppnum,“ sagði Kjartan Atli.

Þeir ræddu Stjörnuleikinn, nostalgíu honum tengdum og þá sérstaklega í tengslum við þriggja stiga keppnina og troðslukeppnina.

Þeir félagar hófu síðan keppnina og hana má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Kjartan Atli og Sigurður Orri um NBA?
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×