Sara hjólar í eyðimörkinni á „hvíldardögunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 12:01 Sara Sigmundsdóttir á hjólinu sínu fyrir utan Dúbaí í gær. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er þessa dagana stödd á Arabíuskaganum þar sem hún er að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil. Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira