Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:59 Micah Parsons var valinn maður leiksins í nótt en hér sækir hann á Mecole Hardman og ólympíumeistarann í hástökki Gianmarco Tamberi. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga