Hent úr keppni eftir að hafa skráð vitlaust skor Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 11:00 Spieth undirbýr teighödd á öðrum hring Genesis-mótsins í Kaliforníu í nótt. Vísir/Getty Tiger Woods hætti keppni á Genesis-mótinu á PGA-mótaröðinni í nótt vegna veikinda. Hann er þó ekki eina stórstjarnan sem nær ekki að klára mótið í Kaliforníu þessa helgina. Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina. Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina.
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira