Sport

Aftur­elding bikar­meistari

Smári Jökull Jónsson skrifar
Afturelding varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki.
Afturelding varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki. Blaksamband Íslands/Mummi Lú

Afturelding varð í dag bikarmeistari í kvennaflokki í blaki eftir sigur á KA í jöfnum úrslitaleik.

KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Blakfélagi Hafnarfjarðar á meðan KA lagði HK.

Úrslitaleikurinn í dag var skemtilegur og spennandi frá upphafi til enda. KA virtist vera að tryggja sér sigur í fyrstu lotu eftir að hafa komist í 20-15 en góður endasprettur tryggði Aftureldingu sigur eftir upphækkun.

Í annarri lotu náði KA aftur yfirhöndinni en Afturelding kom til baka. Mosfellingar unnu hrinuna 25-23 og gátu því tryggt sér bikarmeistaratitilinn í þriðju hrinunni. Það gerðu þær líka. Afturelding var með yfirhöndina en KA aldrei langt undan. Afturelding vann þó að lokum 25-23 og leikinn þar með 3-0.

Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem Afturelding verður bikarmeistari og fögnuðu þær sigrinum vel í leikslok. Úrslitaleikur karla er nú í gangi en þar mætast lið Hamars úr Hveragerði og Þróttar frá Neskaupstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×