Hamarsmenn lyftu bikarnum fjórða árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2024 17:41 Hamar frá Hveragerði tryggði sér bikarmeistaratitil karla í blaki fjórða árið í röð nú í dag þegar liðið lagði Þrótt/Fjarðabyggð í úrslitum. Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu. Blak Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu.
Blak Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira