Haaland sló met sem enginn vill eiga Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Erling Haaland fór illa með nokkur færi í leiknum í gær. Vísir/Getty Manchester City og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og missti lið City þar með af tækifærinu til að koma sér aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Norðmaðurinn Erling Haaland sló met í leiknum sem hann hefði eflaust viljað sleppa. Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira