Clattenburg kominn í áhugavert starf hjá Nottingham Forest Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Mark Clattenburg dæmdi marga stórleiki á sínum tíma. Vísir/Getty Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var í stúkunni í leik Nottingham Forest gegn West Ham í gær og sat þar við hlið eiganda Forest. Clattenburg er orðinn starfsmaður Forest og hlutverk hans er nokkuð áhugavert. Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira