Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Minnisvarðar um Navlní hafa verið reistir víðsvegar um heiminn. Þessi er fyrir fram sendiráð Rússlands í Rúmeníu. AP/Vadim Ghirda Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya) Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya)
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00
Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21