Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:26 Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri HHÍ. Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu. Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu.
Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20