Draumur Íslendinga margra hverja er að komast í sólina í janúar og febrúar. Ljóst er að Bríet lætur drauma sína rætast. Hún virðist niðursokkin í bækur ef marka má færslur hennar á Instagram. Bókin sem um ræðir er Seven husbands of Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid.
Í báðum færslum Bríetar má sjá hana með bókina. Annars vegar í svalri laug og hins vegar í kósýheitum með kerti við hönd.
Vel fer um Bríeti í fjarskalandi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er tónlistarkonan stödd á Balí.