Læknar mótmæla fjölgun lækna þrátt fyrir læknaskort Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:47 Læknar mótmæla harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um að stuðla að fjölgun í stéttinni. Getty/NurPhoto/Chris Jung Aðgerðum hefur verið frestar og sjúkrahús hafa neyðst til að vísa sjúklingum annað eftir að 6.500 unglæknar sögðu upp störfum á heilbrigðisstofnunum í Suður-Kóreu. Af þeim mættu 1.600 ekki til vinnu í gær. Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum. Suður-Kórea Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum.
Suður-Kórea Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira