„Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt“ Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 10:56 Tónlistarmaðurinn Stefán S. Stefánsson með rörið sitt, saxófóninn sem er hans helsta hljóðfæri. Hann telur að fólk verði að fara að vakna til vitundar um að gervigreindartónlistin er ekki til fagnaðar. Ásta Magnúsdóttir Guðmundur Andri Thorsson tónlistarmaður með meiru er ekki ánægður með nýju gervigreindartónlist Stefáns S. Stefánssonar sem hann hefur kynnt til sögunnar undir nafninu Robo Steve. „Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Guðmundur Andri um nýjar tónsmíðar Robo Steves. Þegar Vísir náði í Stefán var hann á æfingu með Gömmunum. Sagði að sumir okkar þyrftu að æfa sig. En hann hefur verið að kynna sér gervigreindartónlistina. Eða IA-forrit sem hann hefur notað til að setja saman lög. „Já, ferillinn var stuttur, honum lauk í gærkvöldi, þegar ég heyrði hvað þetta var djöfulli leiðinlegt. Þá steinhætti ég.“ En sérðu ógn í þessari gervigreind sem tónlistarmaður? „Jájá. Þú sérð það þegar þú tekur tölurnar. Það eru 100 þúsund lög á hverjum sólarhring sem fara á Spotify. Sex prósent af öllu efni á Spotify eru beint úr þessari verksmiðju. Þannig að þú getur ímyndað þér, 6 prósent af hundrað þúsund lögum. Eru það ekki sex þúsund lög sem fara á Spotify á hverjum degi. Sem er mjög spúkí.“ Fólk ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera Og þú vilt meina að það sé ekki á neitt að treysta hvað viðnám varðar annað en almenning. Þar er kannski ekki á vísan að róa? „Fólk er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Það hefur sínar skoðanir en þorir ekki að segja neitt. Fullt af fólki sem hefur komið að mér með bestu músíkkrítík sem ég hef séð. En bætir við að það hafi ekki hundsvit á tónlist. Fólk verður bara að taka meira mark á sér, vera gagnrýnna og gagnrýnna í hugsun. Ég held að það sé einasti sjénsinn í þessu. Láta ekki bjóða sér hvað sem er. Gera kröfur til listamanna. Og að menn geri kröfur til sjálfs sín og þar fram eftir götunum. Ekkert „the easy way out“. Ég hefði getað gert tvær plötur í gærkvöldi ef ég hefði nennt þessu.“ Það breytir ekki því að um athyglisverða tilraun er að ræða. Stefán lýsir ferlinu: Öll sköpunin tók 7 mínútur eftir að ég hafði búið til aðgengi fyrir mig. Þetta þýðir að ég get gefið út 2 til 3 plötur á dag. Ekkert vesen við að búa til laglínu, né hljómsetja... the computer says go! Ég söng með minni bassaröddu inn nokkra tóna og forritið var svo elskulegt að breyta því í englaraddir sem heyrast aftarlega í mixinu. (Sem ég hafði nánast ekkert fyrir!) Sérkennilegar tónaraðir sem ég hefði aldrei valið sjálfur! Hvaðan þessar línur koma veit ég ekki... en maður er alltaf opinn fyrir nýjungum. Ég á höfundarétt og flutningsréttinn! (WTF!?) Aðför að listrænni sköpun Stefán segir þetta veruleika sem blasi við tónlistarfólki. Hann sér alveg möguleika að þróa þetta í sannfærandi músík þó persónulega sé þetta ekki ofarlega á lista yfir hans verk en Stefán á að baki frækinn feril. Hans þekktasta lag líklega „Disco Frisco“ sem var hugsað sem paródía á diskóið en eins og með paródíu þá getur hún tekið breytingum og er þetta nú einkennisleg fyrir ákveðið tímabil í tónlistarsögunni. Stefán segir aðeins eitt sem getur bjargað tónlistinni úr þessu og það séu áheyrendur. Sem þurfa að vera kröfuharðari. „Fullt hús í Eldborg á Bach tónleika og Laufey að semja tónlist í anda tónsnillinga fyrri hluta 20.aldar vekur þó einhverja von. Þið megið alveg slökkva á þessu eftir 30 sekúndur ef þið fílið þetta ekki...það gerði ég,“ segir Stefán á Facebook-vegg sínum Og þar myndast umræður um þetta fyrirbæri. Egill Helgason sjónvarpsmaður leggur orð í belg og hann er beinlínis reiður: „Ógeðsleg þróun. Hrikalegur þjófnaður og aðför að listrænni sköpun – sem er eitt af því sem helst gefur mannkyninu tilgang, skilning og von.“ Gervigreind Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Þegar Vísir náði í Stefán var hann á æfingu með Gömmunum. Sagði að sumir okkar þyrftu að æfa sig. En hann hefur verið að kynna sér gervigreindartónlistina. Eða IA-forrit sem hann hefur notað til að setja saman lög. „Já, ferillinn var stuttur, honum lauk í gærkvöldi, þegar ég heyrði hvað þetta var djöfulli leiðinlegt. Þá steinhætti ég.“ En sérðu ógn í þessari gervigreind sem tónlistarmaður? „Jájá. Þú sérð það þegar þú tekur tölurnar. Það eru 100 þúsund lög á hverjum sólarhring sem fara á Spotify. Sex prósent af öllu efni á Spotify eru beint úr þessari verksmiðju. Þannig að þú getur ímyndað þér, 6 prósent af hundrað þúsund lögum. Eru það ekki sex þúsund lög sem fara á Spotify á hverjum degi. Sem er mjög spúkí.“ Fólk ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera Og þú vilt meina að það sé ekki á neitt að treysta hvað viðnám varðar annað en almenning. Þar er kannski ekki á vísan að róa? „Fólk er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Það hefur sínar skoðanir en þorir ekki að segja neitt. Fullt af fólki sem hefur komið að mér með bestu músíkkrítík sem ég hef séð. En bætir við að það hafi ekki hundsvit á tónlist. Fólk verður bara að taka meira mark á sér, vera gagnrýnna og gagnrýnna í hugsun. Ég held að það sé einasti sjénsinn í þessu. Láta ekki bjóða sér hvað sem er. Gera kröfur til listamanna. Og að menn geri kröfur til sjálfs sín og þar fram eftir götunum. Ekkert „the easy way out“. Ég hefði getað gert tvær plötur í gærkvöldi ef ég hefði nennt þessu.“ Það breytir ekki því að um athyglisverða tilraun er að ræða. Stefán lýsir ferlinu: Öll sköpunin tók 7 mínútur eftir að ég hafði búið til aðgengi fyrir mig. Þetta þýðir að ég get gefið út 2 til 3 plötur á dag. Ekkert vesen við að búa til laglínu, né hljómsetja... the computer says go! Ég söng með minni bassaröddu inn nokkra tóna og forritið var svo elskulegt að breyta því í englaraddir sem heyrast aftarlega í mixinu. (Sem ég hafði nánast ekkert fyrir!) Sérkennilegar tónaraðir sem ég hefði aldrei valið sjálfur! Hvaðan þessar línur koma veit ég ekki... en maður er alltaf opinn fyrir nýjungum. Ég á höfundarétt og flutningsréttinn! (WTF!?) Aðför að listrænni sköpun Stefán segir þetta veruleika sem blasi við tónlistarfólki. Hann sér alveg möguleika að þróa þetta í sannfærandi músík þó persónulega sé þetta ekki ofarlega á lista yfir hans verk en Stefán á að baki frækinn feril. Hans þekktasta lag líklega „Disco Frisco“ sem var hugsað sem paródía á diskóið en eins og með paródíu þá getur hún tekið breytingum og er þetta nú einkennisleg fyrir ákveðið tímabil í tónlistarsögunni. Stefán segir aðeins eitt sem getur bjargað tónlistinni úr þessu og það séu áheyrendur. Sem þurfa að vera kröfuharðari. „Fullt hús í Eldborg á Bach tónleika og Laufey að semja tónlist í anda tónsnillinga fyrri hluta 20.aldar vekur þó einhverja von. Þið megið alveg slökkva á þessu eftir 30 sekúndur ef þið fílið þetta ekki...það gerði ég,“ segir Stefán á Facebook-vegg sínum Og þar myndast umræður um þetta fyrirbæri. Egill Helgason sjónvarpsmaður leggur orð í belg og hann er beinlínis reiður: „Ógeðsleg þróun. Hrikalegur þjófnaður og aðför að listrænni sköpun – sem er eitt af því sem helst gefur mannkyninu tilgang, skilning og von.“
Gervigreind Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira