Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 11:41 Frá jarðarför slökkviliðsmanns í Minnesota. Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga. Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira