Lífið

Keppa um eina milljón: „Pörin eru frekar ó­lík og á ó­líkum stað í lífinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrefna heldur utan um þættina ásamt Arnari Þór Ólafssyni.
Hrefna heldur utan um þættina ásamt Arnari Þór Ólafssyni.

Viltu finna milljón? eru nýir þættir á Stöð 2 í umsjón Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar. Í þáttunum keppast pör og fjölskyldur við það að taka fjármálin í gegn.

„Þetta eru í rauninni raunveruleikaþættir þar sem við fylgjumst með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn í fimm mánuði,“ segir Hrefna og heldur áfram.

„Það par sem nær bestum árangri, sparar mest hlutfallslega eða eykur tekjurnar sínar stendur uppi sem sigurvegari þáttanna og fær að launum eina milljón í verðlaun. Pörin eru frekar ólík og á ólíkum stað í lífinu en eiga það öll sameiginlegt að vera með fínar tekjur og hafa svigrúm til að taka til í fjármálunum sínum.“

Rætt var við Hrefnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr innslaginu hér að neðan. Áskrifendur geta séð það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Keppa um eina milljón: Pörin eru frekar ólík og á ólíkum stað í lífinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.