Lífið

Skulda 107 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán og Nathalia taka þátt í Viltu finna milljón.
Stefán og Nathalia taka þátt í Viltu finna milljón.

Hjónin Nathalia B. Tómasdóttir, kynningarfulltrúi, og Stefán Þorvarðarson, gagnaverkfræðingur eru þátttakendur í nýjum þáttum á Stöð 2 sem nefnast Viltu finna milljón?

Þar er fylgst með þremur pörum og hvernig þau geta tekið til í heimilisbókhaldinu yfir fimm mánaða tímabil.

Þau eiga saman þrjú börn, eru gift og búa í húsi í Breiðholtinu. Samanlagt eru hjónin með 1.028.405 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.

Viltu finna milljón eru í umsjón Hrefnu Björk Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar. Í þáttunum keppast pör og fjölskyldur við það að taka fjármálin í gegn.

Þau Hrefna og Arnar skoðuðu hvernig skuldastaða þeirra hjóna var í upphafi ferilsins í fyrsta þættinum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þar kom í ljós að heildarskuldarstaða þeirra er rúmlega 107 milljónir þar sem húsnæðislán er í miklum meirihluta.

„Ég hafði tilfinningu fyrir því að fjármálin væru bara á leiðinni í vaskinn. En þegar maður loksins heyrði tölurnar þá fann maður eiginlega bara fyrir létti og leið út úr þessu,“ segir Stefán.

Það sem gerir stöðuna ekki nægilega góða fyrir hjónin er að húsið þeirra er metið á 101,8 milljónir og því búa þau í neikvæðri eign upp á rúmlega fimm milljónir.

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Viltu finna milljón sem eru á dagskrá á Stöð 2 á mánudagskvöldum.

Klippa: Skulda 107 milljónir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.