„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 17:56 Magnús lætur gott heita hjá Símanum eftir tíu ár í starfi. Síminn Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“ Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“
Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira